Um okkur
Samvera er hugsjónaverkefni þriggja kvenna sem eiga það sameiginlegt að eiga allt of mikið af dóti og þurfa ekkert nema meiri ást og samverustundir með gefandi fólki.
Að gefa af sér hið sama til annarra
Við hugsum kannski ekki alltaf út í það en með þeirri gríðarlegu neyslu sem á sér stað núna erum við að kæfa jörðin með efnum sem eiga ekki heima í náttúrunni. Síðan eru skáparnir ósjaldan fullir af ónotuðu dóti sem gera lítið annað en að auka ringulreið í eigin huga. Mörg eigum við meira en nóg. Hér fáum við því tvennt fyrir eitt - betri jörð og meiri kærleik.
Edda Björk Þórðardóttir er sálfræðingur og dósent hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Lára G. Sigurðardóttir er læknir og lýðheilsufræðingur sem hefur gefið út tvær bækur um samveru og haldið úti vinsælli síðu utipukar.is. Auk þess hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um heilsufarslegan ávinning af samverustundum.
Kristín Ýr Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Samveru, hún er frumkvöðull og meðstofnandi Feel Iceland og hefur mikla reynslu í uppbyggingu vörumerkja og markaðssetningu.
Það er einlæg von okkar að fallegu kortin sem Kridola hannaði nýtist í ótal ævintýri og fái í framtíðinni að prýða marga veggi, til að minna okkur á það sem er mikilvægast í lífinu. Munum að það er gjöf að gefa og besta gjöfin að okkar mati er þegar við gefum öðrum af tíma okkar.
Góða skemmtun og lifið heil!